Í verkum sínum einbeitir hollenska listakonan Lola Bezemer sér að upplifuninni á litum og ljósi í rýmum innanhúss. Við komu sína til Íslands tók hún með sér ógrynni af lituðum vefnaði í þeim tilgangi að vinna með hann í snjóhvítu landslaginu. Líkt og þegar maður varpar á hvítan vegg er sömuleiðis hægt að nota hvítt landslagið í sama tilgangi.
Í Bókabúðinni verður sýnt myndbandsverk sem tekið var utandyra og verður það fléttað saman við ljósainnsetningu inni í rýminu. Bæði verkin samanstanda af lituðu fallhlífarefni en draga fram ólíka eiginleika efnisins; innsetningin sýnir hvernig efnið geislar ljósinu og virðist stöðugt en í myndbandinu endurspeglar efnið ljósi og hreyfist kröftuglega.
Verið velkomin á opnunina!
Lola Bezemer (f. 1988 í Nijmegen Hollandi) útskrifaðist úr myndlistardeild Gerrit Rietveld Academy í Amsterdam árið 2013. Á meðan námi hennar stóð fór hún sem skiptinemi eina önn í Listaháskóla Íslands. Hún hefur sýnt í Þýskalandi, Íslandi, Hollandi, Rúmeníu, Svíþjóð og Sviss. Nýlega hlaut hún styrk fyrir unga upprennandi listamenn úr Mondriann sjóðinum.