Miðvikudaginn 13. mars verður haldið málþing um uppbyggingu gestaíbúða fyrir lista- og fræðimenn á Austurlandi.
Fyrirlesarar hafa þekkingu á slíkri uppbyggingu til margra ára. Margir velta fyrir sér þeim möguleika að búa til slíka þjónustu í sínu sveitarfélagi/svæði. Mikilvægt er að þekkja hindranir og tækifæri áður en lagt er af stað.
Vona að sem flestir gefi sé tíma til að mæta og taka þátt í umræðunni.
Staðsetning er Vonarland, húsnæði Austurbrúar á Egilsstöðum.
Tags: Gestavinnustofur