Home » 2015

No time to look through the mountains?

Bókabúðin-verkefnarými 

Laugardag og sunnudag 7.-8. mars frá kl. 18:30 og frameftir

No time to look through the mountains? er staðbundið verkefni eftir Effrosyni Kontogeorgou (GR) sem er unnið sérstaklega fyrir Bókabúðina – verkefnarými á eins mánaðar tímabili í gestavinnustofu Skaftfells.

Listamaðurinn leggur fram spurningu um hver sé nákvæmlegur tilgangur dvalarinnar. Hvað er hægt að skynja á aðeins 30 dögum á ókunnum stað? Eingöngu útlínur. Fyrstu og sterkustu áhrifin koma frá umlykjandi fjöllum. En standa fjöllin sem myndlíking fyrir innilokun eða vegvísi að frelsi? Með óhlutbundinni nálgun verða vistarverurnar sjálfar, húsið og gluggar þess sem tengiliður við umhverfið, rannsóknarefni listamannsins á meðan á tímabilinu stendur.

Sýningunni er skipt á milli tveggja rýmisinnsetninga og sameinar fjölbreytta miðla, s.s. myndband, blýantsteikningar, fundna hluti, ljós og hljóð. Inntak sýningarinnar kemur úr þremur áttum; þakkarvísun í Fjallahring Seyðisfjarðar eftir heima- og listamanninn Garðar Eymundsson, útlínur eru fengnar úr 465 blaðsíðna útgáfunni Húsasaga Seyðisfjarðarkaupstaðar eftir Þóru Guðmundsdóttur og nokkrir hlutir frá Norðurgötu gestavinnustofu þar sem listamenn eru hýstir.