Home » 2007

POLLAR

07 júl 2007 – 04 ágú 2007
Aðalsýningasalur


Ég vil helst vinna á óskilgreindu svæði.  Þar eru möguleikarnir, efinn, áhættan, og spenningurinn.  Forvitnin leiðir mann áfram og efinn ögrar manni. Það sem oftast á sér stað hjá mér er að viðfangsefnið, sem er gjarnan hlutur, efni eða lífvera,  kemst í snertingu við einhvers konar rými, til dæmis herbergi eða ákveðinn myndflöt. Þetta skeður gegn um ljósmynd eða video, þá tölvu, og síðan raunverulegt rými.  Verkin mín geta kallast viðvarandi rannsókn á samruna hlutar og rýmis, myndar og ramma, framsetningar og teygjanleika. Verkin virðast oftast fá form sem tengist málverki á einhvern hátt.  Ekki vegna þess að ég óski þess sérstaklega, það er mér bara eðlilegt.  Jafnvel 8 millimetra kvikmynd sem ég gerði 1980 er málverk í eðli sínu, jafnvel þó ég hafi ekki málað á námsárunum.  Þetta gæti leitt mann að þeirri niðurstöðu að málverk sé hugarástand frekar en myndlistaraðferð. Efniskennd og pixlar,  möguleikinn á að vinna með efni á óefniskenndan hátt er auðvitað þversögn. Það er samt ein hliðin á verkinu “Pollar” sem ég sýni nú í Skaftfelli.  Það er video, hljóð og ljósmyndainnsetning, sem er unnin á sta-frænan, en um leið mjög efnislegan / líkamlegan hátt.

“Pollar” tengist ljósmyndaverki sem ég gerði árið 1979.  Það samanstóð af tveimur svart-hvítum ljósmyndum sem set-tar voru upp á gagnstæðum veggjum.  Önnur sýndi mjólkurdropa sem var að detta úr flösku.  Hin sýndi dropann lenda í mjólkurpolli.  Myndavélin, og þar með áhorfandinn var á milli. Hljóðið er mjög mikilvægur hluti verksins, og undirstrikar rýmislega eiginleika þess. Það virkjar einnig áhorfandann, sem ósjálfrátt reynir að tengja hljóð og mynd.

Tumi Magnússon hefur tekið þátt í fjölmörgum sýningum víðsvegar um heiminn um árabil.

1957 Fæddur í Reykjavík
1976-78 Myndlista- og handíðaskóli Íslands
1978-80 AKI Enschede, Hollandi
1980-81 Universidad de Granada, Spáni

www.tumimagnusson.com