Prentverkið „Til minningar“, eftir fyrrum gestalistamann Skaftfells, Önnu Vaivare, hefur ratað til forseta Íslands.
„Til minningar“ er samanbrotið myndverk með teikningum af þeim ellefu húsum í Seyðisfirði sem gjöreyðilögðust í aurskriðunum í desember 2020. Á ytri hlið prentverksins ber að líta abstrakt teikning sem minnir á aur eða grjótmulning. Ásamt teikningunum vann Anna við fjöldan allan af verkefnum á meðan á dvöl hennar stóð í apríl og maí á þessu ári og voru prentverkin kostuð af Skaftfelli.
Hægt er að kaupa prentverkið hjá Skaftfelli og við hvetjum áhugasama að senda línu á skaftfell@old.skaftfell.is
Anna Vaivare er frá Letlandi og vinnur fyrst og fremst með myndskreyti og annars konar myndasöguform. Hún hóf feril sinn sem arkitekt eftir að hafa lokið námi frá Riga Technical University Faculty of Architecture and Urban Planning. Eftir að hafa gefið út þó nokkrar myndasögur og myndskreytt fimm barnabækur settist hún á skólabekk við Art Academy of Latvia Printmaking department og útskrifaðist þaðan með meistaragráðu.
Anna dvalði í gestavinnustofu Skaftfells í apríl og maí, og hlaut til þess styrk frá Norrænu menningargáttinni.