Rússneska kvikmyndin Journey to the Mother eftir leikstjórann Mikhail Kosyrev-Nesterov verður sýnd í Herðubreið. Maxim fer til Frakklands til þess að heimsækja móður sína. Aðeins þrír örlagaríkir dagar snúa öllu á hvolf í lífi hetjunnar og hálfsystur hans, Marie Lousie. Kvikmyndin hefur unnið fjölda verðlauna á Alþjóðlegum kvikmyndahátíðum.
Sýningin er í boði af Production Center Norfest, Northern Traveling film Festival og Rússneska sendiráðinu og er hluti af Rússneskum bíódögum sem fer fram í Bíó Paradís og víða um land. Þetta er í fjórða skipti sem hátíðin er haldin og er hún styrkt af Ministry of Culture of the Russian Federation.
Frír aðgangseyrir.
Leikstjóri: Mikhail Kosyrev-Nesterov
Ár: 2014
Lengd: 95 mín
Land: Rússland, Frakkland
Tungumál: Franska og Rússneska með enskum texta
Aðalhlutverk: Artyom Alekseev