Skaftfell í samstarfi við Bókasafn Seyðisfjarðar kynnir ritsmiðju um skapandi skrif. Leiðbeinandi er Nanna Vibe Spejlborg Juelsbo rithöfundur, blaðamaður og ritstjóri.
Nanna hefur rekið Útvarp Seyðisfjörður síðan 2016 og hefur nýlega tekið við sem forstöðumaður Bókasafns Seyðisfjarðar. Í ritsmiðjunni, sem fer miðuð fullorðnum og fer fram á ensku, mun Nanna bjóða upp á tilraunakenndan og ljóðrænan leiðangur um tungumálið.
Umgjörð smiðjunnar: Á sex vikna tímabili munu þátttakendur hittast einu sinni í viku og kafa ofan í skapandi skrif. Hver kennslustund mun einblína á sérstakt þema eða viðfangsefni til að kanna innan textamiðilsins, þjálfa mismunandi tækni við flæðiskrif, takmörkuð skrif, persónusköpun og fleira. Smiðjan fer fram á ensku en þátttakendum er velkomið að skrifa á sínu móðurmáli. Reynsluboltar sem og byrjendur velkomin.
Aldur: 18+
Tímasetning: 16. okt – 20. nóv 2018, þriðjudaga kl. 19:30 – 21:00
Alls klukkustundur: 9
Hámark þáttakendur: 8
Staðsetning: Bókasafn Seyðisfjarðar
Nauðsynjar: stílabók, penni & tölva, ef það er hægt
Smiðjugjald: 1000 kr. per kennslustund / 5000 kr. fyrir allt tímabilið
Síðasti dagur skráningar: þriðjudaginn 9. okt 2018.
Fyrir nánari upplýsingar og skráningu: residency(a)old.skaftfell.is eða njuelsbo(a)gmail.com
Mynd: Yaqui, 15 Flower World Variations, í boði by Jerome Rothenberg, gegnum UBUWEB