Laugardaginn 12. október
14:00 – sólsetur
Släden
Laugardaginn 12. október kl.14:00-17:00 mun sænski listamaðurinn Björn Olsson setja upp og sýna sleða og braut sem hann hannaði og smíðaði fyrir ljósmyndavél árið 2012. Hægt er að setja brautina saman á mismunandi hátt og þannig mögulegt að aðlaga hana að mismunandi hlutum og landslagi. Myndavélinni er komið fyrir á sleða sem hreyfist á brautinni og innbyggð tölva stjórnar hraða myndavélarinnar.
„Með þessu tæki reyni ég að nálgast landslagið undir formerkjum kvikmyndaformsins og málverksins“ Björn Olsson um „Sleðann“ á www.bjornolsson.info
Verkefnið er unnið með stuðningi frá norrænu menningargáttinni KKNord.
Ljósaskipti
Útvarpsgjörningur fluttur í beinni útsendingu af kanadíska listamanninum Anna Friz ásamt sérstökum gesti, listamanninum Konrad Korabiewski.
Á tímabilinu 7.-11. október hefur útvarpslistamaðurinn Anna Friz, á hverjum degi við sólsetur, sent frá sér útvarpshljóðverkið Radiotelegraph og er það sent út samhliða á Seyðisfirði og á Radius sem er vettvangur fyrir tilraunakenndar útvarpssendingar í Chicago. Radíóvitinn gefur frá sér merki við sólsetur á norðurhjara með því að nota töluð morsmerki, rafeindir og stuttbylgjumerki . Verkið „Ljósaskipti“ býður áheyrendum að njóta hljóðheims og rafselgulsviðs Seyðisfjarðar þegar rökkva tekur.