Sýningaropnun og málþing í tengslum við Frontiers of Solitude

Opnun 4. febrúar kl. 18:00  í Školská 28 Gallery, Fotograf Gallery og Ex Post í Prag, Tékklandi.
Sýningartímabil: 5. febrúar – 4. mars 2016

Málþing: 5.- 6. febrúar í French Institute í Prag, Tékklandi

Listamenn:  Finnur Arnar Arnarson (IS), Karlotta Blöndal (IS), Gunhild Enger (NO), Þórunn Eymundardóttir (IS), Monika Fryčov (CZ/IS), Tommy Hvik (NO), Elvar Már Kjartansson (IS), Alena Kotzmannov (CZ), Iselin Lindstad Hauge (NO), Julia Martin (DE/IS), Vladimr Merta (CZ), Pavel Mrkus (CZ), Greg Pope (NO), Kristín Rúnarsdóttir (IS), Ivar Smedstad (NO), Vladimir Turner (CZ), Robert Vlask (CZ), Diana Winklerov (CZ), Martin Zet (CZ).

Á sýningunni eru sett fram verk eftir íslenska, norska og tékkneska listamenn sem beint, eða óbeint, sækja innblástur til þriggja þverfaglegra leiðangra sem farnir voru norður fyrir heimskautsbaug – til norðurhéraðs Noregs, til kolanámusvæða norður Bæheims (Bóhemíu) og upp á hálendi Íslands sem og til sjávar.
Stofnað var til nýrra kynna og samstarfs á milli listamanna. Þær áskoranir sem þeir stóðu frammi fyrir þjónuðu sem einskonar listræn og félagssleg tilraun á siðvenjum landa sem eru einangruð hvort frá öðru og landfræðilega og menningarlega fremur framandi.

Husey farm in the Heradsfloi estuary. Photo: Pavel Mrkus, 2015
Húsey. Pavel Mrkus, 2015

Sýningin afhjúpar því vítt svið einstaklinga, viðhorfa þeirra, túlkanna, aðferðafræði og viðbragða er snerta á sérkennum þessa þriggja ólíku staðhátta. Þegar kafað er dýpra í samstarfið má merkja sameiginleg umfjöllunarefni og þörfina til að sætta niðurstöðurnar við ríkjandi skilning. Sýningin er hluti af alþjóðlega verkefninu Frontiers of Solitude, gæti útlagst sem Endimörk einverunnar, og beinir sjónum sínum að þeim breytingum sem eru að eiga sér stað í landslagi og náttúru. Hún veltir upp spurningum útfrá því að maðurinn sé rétt að stíga upp úr iðnbyltingarlífstíl sínum, gildum þessa og áhrifum á náttúruna. Verkefnið fóstrar samskipti og samstarf á milli listamanna, fræðimanna og frumkvæða frá Evrópu.

Yfirgripsmikil sýningarskrá á tékknesku og ensku er gefin út samhliða.

/www/wp content/uploads/2016/01/island 001 bw
Krafla. Pavel Mrkus, 2015

Þema sýningarinnar verður ennfremur tekið fyrir á þverfaglegu málþingi undir sama titli. French Institute í Prag sem hýsir þingið og tekur þátt í skipulagningu þess. Þar verða sjónarhorn og reynsla listamannanna, sýningarstjóra og gesta borin saman og tekin til skoðunar. Umfjöllunarefnið er m.a. mannöldin, landslag og listir, leitað verður eftir tengslum á milli stjórnmála-, menningarlegra, og hagrænna þátta. Skilningur og túlkun hugtaka á borð við jörð, sveit, landslag og land, þ.m.t. kortagerð síbreytilegra jarðhræringasvæða verða krufin með það fyrir augum að skilgreina og yfirstíga mörk. Þátttakendur eru listamennirnir, gagnrýnendur, arkitektar, umhverfissinnar, líffræðingar, heimspekingingar og vísindamenn, öll frá ólíkum menningarheimum og með ólíkan faglegan bakrunn en eiga það sameiginlegt að hafa um langt skeið einlægan áhuga á því hvernig vera og bjástur mannsins á jörðinni er að breyta vistkerfum hennar og ásjónu.

Hvernig má ná utan um og tjá hinar huldu og sjáanlegu umbreytingar sem eru að eiga sér stað í náttúru og landslagi á hnattræna vísu sem og í eigin garði? Er hægt að gera það á skiljanlegan og manneskjulegan hátt, frekar en tölfræðilegan og með tilliti til loftlagsins og hnattarins í heild? Getur samtímalist hjálpað til við að staðsetja okkur á fallvöltu og síbreytilegu svæði? Bjóða listræn verkefni, hátíðir og þverfaglegir málfundir um mannöldina uppá mögulegar lausnir og raunhæfa nálgun?

Fyrirlesarar: Guy van Belle (BE/ CZ), Dustin Breitling (US), Vít Bohdal (CZ), Peter Cusack (GB), Petr Gibas (CZ), András Heszky (HU), Stanislav Komárek (CZ), Alena Kotzmannová (CZ), Julia Martin (DE/ IS), Pavel Mrkus (CZ), Ivo Přikryl (CZ), Ivar Smedstad (NO), Matěj Spurný (CZ), Tereza Stöckelová (CZ), Martin Škabraha (CZ), Martin Říha (CZ), The Laboratory of Insurrectionary Imagination (Isabelle Frémeaux /FR/ and John Jordan /GB/)

Bæði sýningin og ráðstefnan eru hluti af verkefninu Frontiers of Solitude sem er fjármagnað með styrk úr Uppbyggingarsjóði EES frá Íslandi, Liechtenstein og Noregi fyrir menningararf og samtímalistir. Verkefnið er sameiginlegt frumkvæði Školská 28 Gallery (Deai/setkání), Atelier Nord og Skaftfells – myndlistarmiðstöð Austurlands á Íslandi.

20150804_fos_logos

Nánari upplýsingar ár: http://frontiers-of-solitude.org/ eða http://skolska28.cz/