Dagana 20. – 22. maí efnir Skaftfell til málþings um samspil myndlistar og vistfræði í tengslum við verkefnið Frontiers in Retreat. Yfirskrift málþingsins er „Verkfæri til sjálfsbjargar á hjara veraldar” og mun það þjóna sem samtalsvetttvangur þar sem rýnt verður í eftirfarandi spurningar: Hver eru helstu einkenni vistkerfa, umhverfis, samfélags og daglegs lífs á Íslandi? Hvernig geta listamenn tekist á við þessi málefni og hvert er framlag þeirra til umræðunnar? Hvaða tækifæri og áskoranir eru framundan fyrir staðbundin vistkerfi og hvernig getum við aðlagast þeim? Boðið verður upp á fyrirlestra sem tengjast náttúru, jarðfræði og mannlífi, snertifleti myndlistar og vistfræði, […]
Post Tagged with: "Alþjóðleg samstarfsverkefni"
Auglýst eftir umsóknum frá sýningarstjórum og gagnrýnendum
Auglýst eftir umsóknum frá sýningarstjórum og gagnrýnendum sem hafa áhuga á rannsóknum og listrænum skrifum á norðurhluta Noregs, Finnlands, Svíþjóðar, Norðurvestur-Rússlands, Skotlands, Íslands og Litháen haustið 2016 og vetur 2016/2017. Gestavinnustofudvölin er hluti af verkefninu Transfer North og býður sjö sýningarstjórum og gagnrýnendum einstakt tækifæri til að heimsækja nokkra viðkomustaði í netverkinu: NOREGUR // Tromsø (Troms County Cultural Center), Bodø (Nordland Culture Center), Svolvær (The North Norwegian Artist Center), Røst (Røst AIR) Kirkenes (Pikene på Broen), Karasjok (Sami Center for Contemporary Art) // FINNLAND// Oulu (Northern Photographic Center), Rovaniemi (Northern Media Culture Association Magneetti ry) // SVÍÞJÓÐ // Boden and Luleå (Havremagasinet/Galleri Syster […]