Ethan Hayes-Chute og Magone Sarkovska sýna myndir og spjalla um eigin verk. Ethan og Magone eru bæði gestalistamenn í Skaftfelli fram til áramóta. Gerum ráð fyrir að byrja 12:05 og spallið tekur ca. 30 mínútur. Þá er hægt að fá sér í svanginn á eftir eða á meðan! Spjallið fer fram á ensku hér má sjá verk listamannana: http://ethanhc.com/ http://www.artslant.com/ny/artists/show/130377-magone-arkovska
Post Tagged with: "Bistró Skaftfells"
Listamannaspjall #1 og opnun sýninga í Skaftfelli
Gestalistamenn septembermánuðar, þau Lina Jaros, Geir Mosed & Jens Reichert bjóða til listamannaspjalls í Skaftfelli, miðstöð myndlistar á Austurlandi föstudaginn 10. september kl. 17:00 þau munu halda stutt erindi um verk sín og sýna myndir. Á sama tíma mun Jens Reichert opna sýninguna Washed ashore á Vesturveggnum og Geir Mosed opnar jafnframt sýninguna Plucked í Bókabúðinni – verkefnarými Skaftfells. Lina Jaros, f. 1981 í Svíðjóð býr og starfar í Stokkhólmi. Hún lauk námi frá Konunglega listaháskólanum í Stokkhólmi 2009. Með ljósmyndavélina að vopni kannar Lina Jaros sálfræði hins óræða eða óljósa, hún stefnir saman manngerðum hlutum og náttúrulegum í uppstillingum […]