Fimmtudaginn 7. maí kl. 14:00 í Bókabúðinni – verkefnarými. Gestalistamennirnir David Edward Allen (GB/DE), Francesco Bertelé (I), Halina Kleim (DE), Reza Rezai (CAN) kynna verk sín og viðfangsefni á listamannaspjalli sem opið öllum. Einnig mun Julia Martin (DE) gefa stutta kynningu á listsköpun sinni. Julia dvaldi nokkrum sinnum sem gestalistamaður í Skaftfelli með hún vann að doktorsritgerð sinni en hún lauk nýlega námi frá Goldsmiths College í London.
Post Tagged with: "Bókabúðin-verkefnarými"
Guha
Opnun fimmtudaginn 28. maí 2015 kl. 18:30 í Bókabúðinni – verkefnarými Einnig opið föstudaginn 29. maí 16:30-20:00. “Bulging with silence nature’s things are; they stand in front of us as containers filled by silence.” Max Picard Guha – innantóm á hjara veraldar eftir ítalska gestalistamanninn Francesco Bertelé má skoða sem “ferli ofurskynjunar”1 og er varanlegt umhverfis minnismerki falið í skauti jarðar. Ósýnilegum kofa fyrir hugleiðslu er komið fyrir í hinum náttúrulega heimi sem við öll reiðum okkur á. Verkefnið miðar að því að umbreyta vinnustofu, sem er staður listsköpunar, í útbreiðan hirðingastað fyrir kynni, uppgötvun og minni. (1)“The process of hyperextension is shown […]