Tónlistargjörningur föstudaginn 6. júlí kl. 18:00 í Bókabúð-verkefnarými Tónlistargjörningurinn ART BOOK ORCHESTRA samanstendur af bókverkunum ‘Affected as only a human being can Be’, sem eru 10 talsins, og inniheldur hvert og eitt þeirra einstakt hljóðverk. Á meðan á gjörningum stendur “spilar” listamaðurinn Konrad Korabiewski á bókverkin eins og rafmagnshljóðfæri væri að ræða. Auk þess verða til sýnis í formi innsetninga tvö myndbands- og hljóðverk, Culture Users (2010) og Tolerated Residence (2009). Hljóð- og bókverkið ‘Affected as only a human being can Be’ er unnið í nokkra miðla og bræðir saman hljóðlist, tónlist, myndlist og bókverk. Verkið er unnið samstarfi við […]
Post Tagged with: "Bókabúðin-verkefnarými"
COVERED
17.06.-27.06. Anna Anders hefur unnið með myndbandsmiðilinn síðan 1986. Hún byrjaði á að gera stuttmyndir en árið 1991 fór hún að skapa rýmisverk, s.s. vörpun, innsetningar og hluti. Verk Önnu sýna röð atvika í rauntíma þar sem blekkingar og skynvillur koma við sögu. Í sumum verkum sínum vinnur Anna með skjáinn sjálfan og notar hann þá sem annað lag eða tengingu á milli hins raunverulega og sýnilega þannig að skörun á sér stað þar á milli. Líkt og í Trompe l’oeil málverkum þar sem erfitt er að greina á milli gervi- og raunverulegrar áferðar. Myndbandsverk Önnu verða í augum áhorfandans […]