Post Tagged with: "Bókabúðin-verkefnarými"

Hús úr gleri

Hús úr gleri

10.05.10 – 30.05.10 Bókabúðin – verkefnarými Sería blandaðra ljósmynda sem kanna samband fjögurra ólíkra staða í Bandaríkjunum, uppbyggingu og hugmyndaheim þeirra. Hið þekkta „Glass House“, verk Philip Johnson er sýnt í samhengi við óþekkta steinsteipu blokk í námubæ í Pensilvaníu. Hálf hrunið auglýsingaskilti er sýnt með tvíburaturnunum, hengt upp á veggxx. Þessar samsetningar ásamt öðrum líkum mynda einskonar þöggla minningu Bandaríkjanna. Uppröðun myndana mun taka daglegum breytingum fyrstu vikuna sem sýningin stendur. Fraser Stables er gestalistamaður á Hóli í maí.

Regnboginn

Regnboginn

Hekla Dögg Jónsdóttir, Daníel Björnsson, Sirra Sigrún Sigurðardóttir og Ásdís Sif Gunnarsdóttir sýna saman í annað sinn á dimmasta tíma ársins. Listamennirnir eiga það sameiginlegt að búa til verk sem eiga best heima í myrkri. Fyrsta sýningin sem þau héldu saman sem hópur hét „Ljósaskipti“ og var opnuð þann 22. desember í Kling & Bang gallerí 2006. Þau gáfu frá sér nokkurs konar yfirlýsingu um að þau tengdust í gegnum sjónrænt tungumál, ákveðna rómantík gagnvart ljósum í myrkri, viðkvæmum efnum og myndvörpum; „gersömum og göldrum“ í hlutum. Að rata á stjörnuhrap af því að skilningarvitin finna að það er eitthvað […]

Read More