Í ágúst og desember dvelja London Fieldworks sem gestalistamenn í Skaftfelli. Á þessu tveggja mánaða tímabili munu þau búa til stuttmyndir um ljós og myrkur í þeim tilgangi að bera kennsl á og túlka staðbundna þekkingu í tengslum við síbreytileg birtuskilyrði. Bruce og Jo munu kynna verk sín og efna til umræðna um upplifun á ljósi og myrkri á Seyðisfirði. Listamannateymið Bruce Gilchrist og Jo Joelson kanna sambandið milli landafræði og samtímamyndlistar, snertifleti menningar og náttúru í gegnum kvikmyndir, manngerð umhverfi og fjölskynjunar innsetningar. Þau reka vinnustofu í austur London, en starf þeirra fer fram með vettvangsvinnu í þéttbýli, dreifbýli […]
Post Tagged with: "Bókabúðin-verkefnarými"
Ljósamálverk
Nemendur Seyðisfjarðarskóla í 8.-10. bekk tóku þátt í listsmiðju fyrr í vetur sem var stýrð af Nikolas Grabar. Í smiðjunni lærðu þau undirstöðuatriði stafrænnar ljósmyndunar og gerðu í lokin hvert fyrir sig sitt “ljósamálverk” þar sem myndir eru teknar á löngum tíma á meðan ljós hreyfist í rýminu. Útkoman er sýnd í Bókabúð – verkefnarými og verður hluti af listahátíðinni List í ljósi. Opnun verður kl 18:00 föstudaginn 19. febrúar. Sýningin verður opin fram að miðnætti laugardags. Nemendur: Bjarki Sólon Daníelsson, Elísa Maren Ragnarsdóttir, Guðni Hjörtur Guðnason, Helena Lind Ólafsdóttir, Mikael Nói Ingvason, Úa Sóley Magnúsdóttir, Dagrún Vilborg Þórhallsdóttir, Chinsujee […]