Komið með í þögulan göngutúr! Laugardaginn 3. okt kl. 11:00 og15:00, hefst við Bókabúðina-verkefnarými. Í þögulum göngutúr söfnum við síðustu plöntum haustsins á Seyðisfirði til að búa til tilraunakennt jurtasafn. Með ákveðnu jurtalitunarferli varðveitum við visnandi jurtirnar. Herbarium verður til sýnis á Haustroða 17. október. Victoria Brännström er gestalistamaður Skaftfells í boði Norrænu menningargáttarinnar.
Post Tagged with: "Bókabúðin-verkefnarými"
Local/Focal/Fluctuant
Föstudaginn 25. sept, kl. 19:30 – 22.00 Bókabúðin-verkefnarými Seyðisfjörður býr yfir alþjóðlegri tengingu við umheiminn. Gríska listateymið Campus Novel rannsakar þennan hafnarbæ á Austurlandi í samhengi við almenna ímynd um samsvarandi svæði. Straumur fólks, innfluttra vara og upplýsinga mótar einkenni staðarins og gefur um leið vísbendingar um tengsl, hreyfanleika, tengslanet, stjórnkerfi, takmarkanir og skaranir. Myndbandsinnsetningin Local/Focal/Fluctuant er tilraun til að staðsetja þessi einkenni staðarins út frá þeirri sérstöðu sem áðurnefnt gegnumstreymi skapar. Campus Novel er listateymi sem er starfækt bæði í Aþenu og Berlín og var stofnað í nóvember 2011. Í verkum sínum gera listamennirnir tilraun til að afbaka staðhæfingar um […]