Gestalistamennirnir Cristina David, Robertas Narkus og Victoria Brännström kynna verk sín og starfsferil á listamannaspjalli. Bæði Cristina og Robertas dvelja í Skaftfelli í tengslum við alþjóðleg samstarfsverkefni, Cristina tekur þátt í Artists as Agents of Institutional Exchange og Robertas tekur þátt í Climbing Invisible Structures. Victoria dvelur í september-október í boði Norrænu menningargáttirnar. Um næstu helgi opnar hún sýninguna Hérna, í Bókabúðinni-verkefnarými, sem hluti af Haustroða. Viðburðurinn fer fram á ensku. Allir velkomnir. Nánar um listamennina Cristina David is a contemporary artist based in Bucharest. Cristina studied at the Faculty of Mathematics and at the National Art University of Bucharest, in Romania. […]
Post Tagged with: "Climbing Invisible Structures"
Auglýst eftir umsóknum fyrir „Climbing Invisible Structures“
Verkefnið Climbing Invisible Structures byggir á dvöl gestavinnustofum og sýningarröð. Það er skipulagt af Nida Art Colony of Vilnius Academy of Arts (NAC) (Litháen), í samstarfi við Office for Contemporary Art Norway, Nordic Artists’ Centre Dale (Noregi), Skaftfell – myndlistarmiðstöð Austurlands (Ísland) og Ars Communis Residency Centre YO-YO (Litháen). Sýningarstjórar eru Eglė Mikalajūnė og Samir M’kadmi. Auglýst er eftir umsóknum frá íslenskum listamönnum, umsóknarfrestur rennur út 24. maí, 2015. Þátttakendum er boðin dvöl í gestavinnustofum í Nida eða YO-YO í tvo mánuði og framleiðslustyrk fyrir nýju verki, allt að 2.800 evrur. Tímbil dvalar er annað hvort ágúst-september eða október-nóvember 2015. Einnig […]