Hvað er munnleg geymd? Hvernig birtist fyrirbærið okkur í dag ólíkt fyrri tímum þar sem fólk reiddi sig nær eingöngu á eigið minni til að koma frásögnum og þekkingu til skila? Fræðsluverkefni Skaftfells veturinn 2016-2017 er farandlistsmiðja sem ferðast á milli austfirskra grunnskóla. Hugtakið munnleg geymd verður krufið bæði í tengslum við gamla og nýja tíma og í kjölfarið skoðað hvað gerist þegar munnleg geymd er skrásett bæði í formi hljóðupptöku og á sjónrænan hátt. Nemendur munu vinna verkefni þar sem þeir fá að kafa ofan í sinn eigin minninga- og frásagnarbanka þar sem útgangspunkturinn er staður í þeirra nágrenni […]
Post Tagged with: "Fræðsluverkefni"
Skynjunarstofa um liti og form
Í tengslum við opnun sýningar á verkum Eyborgar Guðmundsdóttur og Eyglóar Harðardóttur í Skaftfelli, laugardaginn 31. október, var sjöunda fræðsluverkefnið sem Skaftfells hleypt af stokkunum. Skaftfell hóf árið 2007 markvisst fræðslustarf sniðið að þörfum grunnskólanna á Austurlandi. Skaftfell hefur síðan þá boðið upp á sex verkefni sem fjalla um myndlist með einum eða öðrum hætti til að efla listgreinakennslu í fjórðungnum. Að þessu sinni var myndlistarkonan Karlotta Blöndal fengin til að hanna og stýra farandlistsmiðju sem hún nefndi Skynjunarstofa um liti og form. Fyrstu tvær vikurnar í nóvember fór Karlotta á milli grunnskóla á Austurlandi, alla leið frá Vopnarfirði til Djúpavogs, til að kenna […]