Post Tagged with: "Herðubreið"

/www/wp content/uploads/2016/08/hotelbus 72dpi

Litlir heimar

Listamannaspjall og opnar umræður um áhrif ferðamannaiðnaðarins á Seyðisfjörð. Þar sem vöxtur ferðamannaiðnaðarins á Íslandi er einn sá hraðasti í heiminum í dag er það orðið brýnna en nokkur sinni fyrr að ræða möguleg áhrif erlendra ferðamanna á íslenska menningu. Að vissu leyti má líta á ferðamannaiðnaðinn sem leið til að varðveita menningu, auka hagvöxt og bæta lífsskilyrði samfélagsins, en hvað er í húfi? Hvernig getur lítill staður eins og Seyðisfjörður haldið sérkennum sínum og sjarma á sama tíma og gríðarlegur fjöldi ferðamanna sækir hann heim? Þriðjudaginn 9. ágúst n.k. mun Jessica Auer, gestalistamaður í Skaftfelli, deila með gestum myndrænni […]

Read More

/www/wp content/uploads/2016/06/listanland 2016

Þríhöfði

List án landamæra ásamt Skaftfelli og LungA kynna samsýninguna Þríhöfða í Herðubreið á Seyðisfirði þann 11. júlí kl. 17:00. Seyðfirska bandið Times New Roman mun spila nokkur lög á opnuninni.  Sýningin er samstarf austfirsku listamannanna Arons Kale, Daníels Björnssonar og Odee. Markmið samstarfsins var að tengja saman ólíka listamenn og leyfa þeim að vinna saman að sameiginlegri listsköpun, þar sem óljóst væri hvaða listamaður hefði gert hvað. Samruni þessara listamanna skilar sér í áhugaverðri samsetningu listaverka, þar sem unnið var með blandaða tækni.  Sýningin fjallar ekki einungis um verkin sjálf heldur ferðalagið frá upphafi til enda verkefnisins, þar sem ýmsar skissur […]

Read More