List án landamæra ásamt Skaftfelli og LungA kynna samsýninguna Þríhöfða í Herðubreið á Seyðisfirði þann 11. júlí kl. 17:00. Seyðfirska bandið Times New Roman mun spila nokkur lög á opnuninni. Sýningin er samstarf austfirsku listamannanna Arons Kale, Daníels Björnssonar og Odee. Markmið samstarfsins var að tengja saman ólíka listamenn og leyfa þeim að vinna saman að sameiginlegri listsköpun, þar sem óljóst væri hvaða listamaður hefði gert hvað. Samruni þessara listamanna skilar sér í áhugaverðri samsetningu listaverka, þar sem unnið var með blandaða tækni. Sýningin fjallar ekki einungis um verkin sjálf heldur ferðalagið frá upphafi til enda verkefnisins, þar sem ýmsar skissur […]
Post Tagged with: "List án landamæra"
Inní, ofaní og undir
Ungi Seyðfirðingurinn, Aron Fannar Skarphéðinsson, sýnir eigin ljósmyndir á Vesturvegg í Bistró Skaftfells. Í myndum sínum dregur Aron Fannar fram ólíklegustu sjónarhorn á hlutum sem finna má í hversdagslegu umhverfi okkar. Sýningin er hluti af List án landamæra og verður opin til 31. maí.