Á Vesturvegg eru til sýnis nýleg verk unnin af nemendum úr 7.-8. bekk í myndmenntarvali Seyðisfjarðarskóla. Verkefnið fól í sér að nemendur fundu efni í nærumhverfi, steina, plöntur, bein o.s.frv. Þessi efniviður var tekin, malaður og unnin úr duftinu litarefni. Því var síðan hellt á blað og við það myndast fjölbreytt lífræn form, nokkursskonar ókyrr hringlaga punktur.
Post Tagged with: "Myndmennt í Seyðisfjarðarskóla"
NÆTURLITIR
Nemendur úr myndmenntarvali, 7. – 10. bekk Seyðisfjarðarskóla, sýna verkefni sem tengjast litum og myrkri. Hluti af Afturgöngunni 9. nóvember.