Skaftfell hefur boðið danska listahópnum A Kassen gestavinnustofudvöl í júní og júlí. Gestavinnustofum Skaftfells er að ætlað að veita listamönnum tíma og rými til að upplifa, rýna í og kanna sköpunarferlið í frjóu og hvetjandi umhverfi. Samhliða mun A Kassen sýna afrakstur dvalarinnar í aðalsýningarsal Skaftfells frá 17. júní – 1. sept. Snemma á undirbúningsstigum fór A Kassen hópurinn að afla sér vitneskju um íslenska náttúru og menningu. Sér til mikillar furðu uppgötvuðu þeir að á suðurhluta Íslands er að finna stærstu banana plantekru í Evrópu. Ræktun hófst árið 1951 í Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í Ölfusi, rétt fyrir ofan […]
Post Tagged with: "Norræna menningargáttin"
Gestavinnustofur Skaftfells: Auglýst eftir umsóknum fyrir dvöl árið 2014
Umsóknarfrestur til 1. september 2013 Skaftfell – miðstöð myndlistar á Austurlandi starfrækir þrjár gestavinnustofur á Seyðisfirði. Gestavinnustofurnar eru fyrst og fremst fyrir myndlistarmenn, en umsóknir frá listamönnum sem vinna á milli miðla eða í faggreinum er tengjast myndlist verða teknar til greina. Umsóknir frá hópum og fjölskyldum eru einnig vel séðar. Gestavinnustofum Skaftfells er ætlað að stuðla að samfélagi listamanna og heimamanna, veita listamönnum rými til vaxtar og sköpunar í litlu samfélagi með óteljandi möguleikum og búa í haginn fyrir skapandi samræður milli listarinnar og hversdagsins. Þátttakendur stýra sjálfir sínu sköpunar- eða rannsóknarferli með stuðningi og ráðgjöf frá starfsfólki Skaftfells. […]