Post Tagged with: "Norræna menningargáttin"

Listamannaspjall #11

Listamannaspjall #11

Listamennirnir Joey Syta, Andrius Mulokas og Liam Scully hafa dvalið í gestavinnustofum Skaftfells frá því í mars. Þeir munu allir ljúka dvöl sinni nú um mánaðarmótin og af því tilefni verður haldið óformlegt listamannaspjall miðvikudaginn 24. apríl kl. 14:00 í gestavinnustofunni að Norðurgötu 5. Allir eru velkomnir!

DOMESTIC BLISS

Sequences VI – utandagskrá Laugardaginn 13. apríl,  18:00-21:00 Norðurgata gestavinnustofa Í gjörningi sínum mun Andrius Mulokas skoða aðferðir til að virkja skynfærin að þeim mörkum að til verði nýr útvíkkaður veruleiki sem getur orðið hluti í okkar daglega líf. Gjörningurinn varir í þrjár klukkustundir og á meðan honum stendur mun Andrius endurmóta brot úr raunveruleikanum frá hversdeginum á Seyðisfirði og leggja til róttækari nálgun að umhverfinu. Hin daglega upplifun verður efniviður í víðtækri tilraun, þar sem tími og rými sýndarveruleikans þróast í núinu. Listamaðurinn ætlar að sleppa milliliðnum, skiptast á að vera virkur/óvirkur og búa til hringrás af fjarverandi og […]

Read More