Föstudaginn 8. október kl. 17:00 verður haldið listamannaspjall í aðalsal Skaftfells þar sem gestalistamenn Skaftfells og Skriðuklausturs fjalla um verk sín og vinnuaðferðir í máli og myndum. Jafnframt opna tvær nýjar sýningar, á Vesturveggnum í Bistrói Skaftfells og í Bókabúðinni – verkefnarými. Listamannaspjallið er öllum opið og fer fram á ensku. Pappies Ute Kledt 08.10.10 – 07.11.10 Vesturveggurinn Beyond the walls Lina Jaros 08.10.10 – 07.11.10 Bókabúðin – verkefnarými Ute Kledt, f. 1963 í Þýskalandi býr og starfar í Konstanz, Þýskalandi. Hún lærði hönnun við háskólann í Konstanz og hefur frá árinu 1994 unnið sem hönnuður, málari og ljósmyndari. Hún […]
Post Tagged with: "Norræna menningargáttin"
Listamannaspjall #1 og opnun sýninga í Skaftfelli
Gestalistamenn septembermánuðar, þau Lina Jaros, Geir Mosed & Jens Reichert bjóða til listamannaspjalls í Skaftfelli, miðstöð myndlistar á Austurlandi föstudaginn 10. september kl. 17:00 þau munu halda stutt erindi um verk sín og sýna myndir. Á sama tíma mun Jens Reichert opna sýninguna Washed ashore á Vesturveggnum og Geir Mosed opnar jafnframt sýninguna Plucked í Bókabúðinni – verkefnarými Skaftfells. Lina Jaros, f. 1981 í Svíðjóð býr og starfar í Stokkhólmi. Hún lauk námi frá Konunglega listaháskólanum í Stokkhólmi 2009. Með ljósmyndavélina að vopni kannar Lina Jaros sálfræði hins óræða eða óljósa, hún stefnir saman manngerðum hlutum og náttúrulegum í uppstillingum […]