Gestalistamennirnir Åse Eg Jørgensen (DK) & Karena Nomi (DK/CAN) hafa framkvæmt könnun á vinnusambandi myndlistamanna á Seyðisfirði. Unnið verður úr þeim gögnunum sem safnast og þeim umbreytt í tréristur. Afrakstur verkefnisins verður til sýnis í Bókabúðinni – verkefnarými mánudaginn 19. ágúst frá kl. 16:00-19:00. Boðið verður upp á kaffi og kökur, vonumst til að sjá ykkur.
Post Tagged with: "Norræna menningargáttin"
Gjörningur og tónleikar
Danski listahópurinn A Kassen, gestalistamenn Skaftfells, og raftónlistarmaðurinn Auxpan halda sameiginlegan viðburð laugardaginn 6. júlí kl. 17:00 við Tvísöng. A Kassen sýna gjörning og Auxpan flytur eigin tónlist samfara. Léttar veitingar fyrir börn og fullorðna í boði Skaftfells. Það verður kolagrill á staðnum og öllum velkomið að koma með eigin mat. Tvísöngur er hljóðskúlptúr eftir þýska listamanninn Lukas Kühne. Verkið er staðsett í Þófunum ofan við Seyðisfjarðarkaupstað, sjá nánar hér.