Árviss rithöfundalest er samkvæmt hefð fyrstu helgi í aðventu. Lestin fer um Austurland dagana 30. nóv. til 2. des og stoppar á Seyðisfirði laugardaginn 2. des. kl. 20:30. Á ferð verða kunnir höfundar með nýjustu verk sín. Austfirska verðlaunaskáldið Jónas Reynir Gunnarsson les úr skáldsögunni Millilendingu, sem bókaútgáfan Partus gefur út, og annar austfirskur höfundur, Hrönn Reynisdóttir kemur með annað bindið um hina ótrúlegu Kolfinnu, Nei, nú ertu að spauga, Kolfinna! sem Bókstafur gefur út. Valur Gunnarsson fjallar um hernám Þjóðverja á Íslandi í Örninn og fálkinn sem kemur út hjá Forlaginu og Friðgeir Einarsson, les úr skáldsögu sinni um […]
Post Tagged with: "Rithöfundalestin"
Rithöfundalestin 2016
Rithöfundalestin verður haldin að venju fyrsta laugardaginn í aðventu, laugardaginn 26. nóv kl. 20:30 í sýningarsalnum. Að þessu sinni lesa Pétur Gunnarsson, Yrsa Sigurðardóttir, Auður Ava Ólafsdóttir, Magnús Sigurðsson og Inga Mekkín Guðmundsdóttir upp úr nýjum verkum. Með í för verða austfirskir höfundar frá Bókstaf: Skúli Júlíusson (101 Austurland) og Pétur Behrens (Hestar). Sérstakur gestur verður Jón Pálsson (Valdamiklir menn). Aðgangseyrir 1000 kr. en 500 kr. fyrir börn og eldri borgara. Nánar Árviss rithöfundalest fer um Austurland helgina 25. til 27. nóvember. Á ferð verða kunnir höfundar með nýjustu verk sín. Auður Ava Ólafsdóttir les úr nýrri skáldsögu Ör, sem bókaútgáfan […]