Post Tagged with: "Rithöfundalestin"

Rithöfundalest(ur) á Austurlandi

Rithöfundalest(ur) á Austurlandi

Hin árlega rithöfundalest rennur í hlað á Seyðisfirði laugardaginn 30. nóv. Lesturinn hefst stundvíslega kl. 20:30 í sýningarsal Skaftfells. Fimm rithöfundar munu lesa úr nýjum verkum sínum: Vigdís Grímsdóttir, Dísusaga – Konan með gulu töskuna Sigríður Þorgrímsdóttir, Alla mína stelpuspilatíð Andri Snær Magnason, Tímakistan Bjarki Bjarnason, Sérðu harm minn, sumarnótt? Jón Kalman Stefánsson, Fiskarnir hafa enga fætur Aðgangseyrir er 1.000 kr. en 500 fyrir börn og eldri borgara. Posi á staðnum. Lestinn stoppar einnig á eftirfarandi stöðum: Kaupvangskaffi Vopnafirði, fös. 29. nóv. kl. 20:30 Skriðuklaustri Fljótsdal, lau. 30. nóv. kl. 14:00 Safnahúsinu Neskaupstað, sun. 1. des. kl. 13:30 Að lestinni standa: Menningarmálanefnd Vopnafjarðar, Gunnarsstofnun, Skaftfell […]

Read More

RITHÖFUNDALEST(UR)

RITHÖFUNDALEST(UR)

Hið árlega rithöfundakvöld verðu haldið að venju fyrstu aðventuhelgina, laugardaginn 1. des kl. 20:30 í Skaftfelli. Fimm rithöfundar munu lesa úr nýútkomnum verkum sínum. Kristín Steinsdóttir, Bjarna-Dísa Kristín Ómarsdóttir, Milla Steinunn Kristjáns, Sagan af klaustrinu á Skriðu Einar Már Guðmundsson, Íslenskir kóngar Eiríkur Örn Norðdahl, Illska Glögg og piparkökur í Skaftfell Bistró. Aðgangseyrir er 1.000 kr 500 kr fyrir börn og eldri borgara