Í tæplega tvo áratugi hefur Skaftfell rekið gestavinnustofur fyrir listamenn sem hefur getið af sér 250 heimsóknir listamanna. Sumir hafa skilið eftir sig áþreifanlega slóð, aðrir huglæga minningu. Einhverjir hafa komið hingað mörgum sinnum og sumir hafa fest hér rætur til frambúðar. Púlsinn verður á þessum mikilvæga hluta starfsemi Skaftfells og efnt til málþing þar sem samstarfsaðilum verður boðið að deila hugmyndum og reynslu í gegnum gestalistamenn Skaftfells í gegnum tíðina. Skoðað verður hvaða þýðingu slík dvöl listamanna hefur fyrir þá sjálfa og í staðbundnu samhengi. Efnt verður til víðara samtals við Austfirðinga sem einnig reka gestavinnustofur og þeim boðið sérstaklega […]
Post Tagged with: "Skaftfell 20 ára"
K a p a l l
Á sýningunni er varpað ljósi á þær miklu breytingar og framfarir sem samskiptatæknin hefur haft í för með sér. Offlæði upplýsinga og sífellt hraðari samskipti nútímans vekja upp hugleiðingu um kapalinn, – strenginn sem símasamskiptin fóru fyrst um á Íslandi fyrir rúmri öld og kom á land á Seyðisfirði. Flug orðanna á vængjum rafmagnsstraumsins kippir svo að segja burt öllum fjarlægðum og vegalendum milli þeirra, er saman ná að tala gegnum símann, eða skeytum skiftast, og gerir mönnum þannig svo afarmikið hægra fyrir og fljótlegra að koma erindum sínum en vér höfum átt að venjast, að við það verður mýmargt […]