Post Tagged with: "Sýningarsalur Skaftfells"

/www/wp content/uploads/2016/05/fos jm img 0991

Frontiers of Solitude – verkefnakynning

Frontiers of Solitude er alþjóðlegt samstarfsverkefni milli listamanna og listastofnana í þremur Evrópulöndum; Školská 28 í Tékklandi, Atelier Nord í Noregi og Skaftfelli. Á tímabilinu apríl 2015 – apríl 2016 tóku 20 listamenn þátt í verkefninu með aðkomu og þátttöku sinni að gestavinnustofudvöl, rannsóknarleiðöngrum, vinnnustofum, málþingi og sýningarhaldi. Í verkefninu veltu listamennirnir fyrir sér yfirstandandi umbreytingu landslags og náin tengsl milli síð-iðnaðarsamfélagsins og náttúru. Þessi þemu voru útfærð með tilliti til vistfræðilegra og félagshagfræðilegra áhrifa sem orkuiðnaður og námugröftur hefur á tiltekið landslag í Tékklandi, Noregi og Íslandi. Í þessu samhengi var sex listamönnum frá þátttökulöndum boðið á Austurland í ágúst […]

Read More

/www/wp content/uploads/2015/09/lhi landscape 72

NO SOLO

Nemendur Listaháskóla Íslands koma til Seyðisfjarðar í febrúar til að taka þátt í árlegu námskeiði, Seyðisfjörður vinnustofa, undir leiðsögn Björns Roth og Kristjáns Steingríms. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Dieter Roth Akademíuna, Tækniminjasafn Austurlands og Skaftfells. Yfirskrift sýningarinnar, NO SOLO, vísar í það að listin er samvinna, listamennirnir gætu ekki sett up sýninguna án hjálpar bæjarbúa og hvers annars. Þeir eru ýmist að bíða eftir svari, á leiðinni eitthvert að fá hjálp eða kalla inn greiða að sunnan. Eftir að hafa haldið röð einkasýninga við Listaháskóla Íslands og skrifað BA-ritgerð um sjálfið og myndlistina hefur hópurinn afsalað sér sólóinu […]

Read More