Iðunn Steinsdóttir, Jón Gnarr, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Sigurjón Bergþór Daðason og Smári Geirsson lesa úr nýjum verkum. Auk þess verða með í för austfirsk skáld og þýðendur: Ásgeir hvítaskáld, Davíð Þór, Sigga Lára, Sigurlaug Gunnars., Unnur Sveins og Högni Páll. Aðgangseyrir er 1.000 kr. en 500 fyrir börn og eldri borgara. Posi á staðnum. Lestin stoppar einnig á eftirfarandi stöðum: Kaupvangskaffi í Vopnafirði Skriðuklaustri í Fljótsdal Safnahúsinu í Neskaupstað Að lestinni standa: Menningarmálanefnd Vopnafjarðar, Gunnarsstofnun, Skaftfell og UMF Egill rauði.
Post Tagged with: "Sýningarsalur Skaftfells"
Eyborg Guðmundsdóttir & Eygló Harðardóttir
Sýningarsalur, 31. október 2015 – 13. febrúar 2016 Sýningarstjóri Gavin Morrison Eyborg Guðmundsdóttir (f. 1924 – d. 1977) og Eygló Harðardóttir (f. 1964) eru listamenn af mismunandi kynslóðum. Verk beggja eru abstrakt, miðill Eyborgar er fyrst og fremst málverkið á meðan þrívíddin er ríkjandi í verkum Eyglóar. Í verkum Eyborgar er að finna afgerandi geómetrísk form og bjarta liti sem notaðir eru til að kalla fram villandi sjónrænar þversagnir. Þrátt fyrir að hafa reglulega heimsótt Dieter Roth á vinnustofuna hans og numið hjá Victor Vasarely op-listamanni þegar hún dvaldi í París, fann hún verkum sínum eigin farveg og ná þau út […]