Sýningarstjóri Þórunn Eymundardóttir Þráin eftir því að tilheyra, að sjá og skilja sjálfan sig er öllum mönnum sameiginlegt. Það umhverfi sem einstaklingurinn vex úr grasi í verður óhjákvæmilega stór partur af sjálfsmynd hans og hefur áhrif á það hvernig hann horfir á heiminn; að heiman. Þessi sýning á úrvali verka í eigu Seyðisfjarðarkaupstaðar sýnir okkur glögglega hvert sjónir manna beinast þegar hylla á heimahagana, heiðra þá er skipt hafa sköpum fyrir samfélagið eða minnast merkra tímamóta. Verkin á sýningunni, sem eru í flestum tilfellum gjafir til bæjarins, eru því einskonar spegilmyndir. Myndefnið, fjörðurinn fagri eða fegursti staður gefandans, er því […]
Post Tagged with: "Sýningarsalur Skaftfells"
Ingólfur Arnarsson, Þuríður Rós Sigurþórsdóttir
Sýningarstjóri Gavin Morrison Listamennirnir Ingólfur Arnarsson (f. 1956) og Þuríður Rós Sigurþórsdóttir (f.1975) virðast við fyrstu sýn nota ólíkar leiðir í listsköpun sinni. Stefnumót verkanna sem hér eru til sýnis felst í spurningunni um málaralistina, verkin geta talist til málaralistar án þess að vera eiginleg málverk. Steinsteyptar lágmyndir Ingólfs birtast sem kyrrlát inngrip með óreglulegu millibili á veggjum sýningarrýmisins. Þær er svipaðar að lögun og gerð, flöturinn sem snýr að áhorfandanum hefur verið pússaður niður, sléttaður af natni og grunnaður þannig að hann virðist fullkomlega lygn. Tilbrigðin liggja í hluta ferhyrningsins sem litur hefur verið borinn á, ýmist efri eða […]