Sýningarstjóri Gavin Morrison …as though literature, theatre, deceit, infidelity, hypocrisy, infelicity, parasitism, and the simulation of real life were not part of real life!* Þessi sýning fjallar um líf raunverulegs fólks, þó um nokkuð óvenjulegt fólk sé að ræða. Hér eru á ferðinni íslenskur listamaður, svissneskur skíðastökkvari, sænskur pólfari og norskur heimspekingur. Þátttakendur sýningarinnar, listafólk og kvikmyndagerðarmenn, setja fram verk um þessa ólíku einstaklinga. Verkin eru sumpart ævisöguleg en ekki ævisögur í hefðbundnum skilningi. Þau segja sögur þessa fólks út frá ákveðnum og oft einkennilegum sjónarhornum. Óvissa er tíð, stundum vegna skáldskapar eða ásetnings en líka vegna ferlisins sem fer […]
Post Tagged with: "Sýningarsalur Skaftfells"
Tvö fljót
Á sýningunni koma saman tvær innsetningar sem eiga það sameiginlegt að teygja sig út yfir staðbundin vettvang með því að tengja ólíka heima, verur og tilverusvið. Verkin One Hundred Ten Thousand (2011-2012) og The birds should quiet down now, they always have (2014) ná út yfir hugmyndir um staðsetningar og staðreyndir sem þau byggja á. Frekar en að einblína á og þjappa saman mismunandi birtingarmyndum hnattvæðingar og félagslegum, pólitískum og menningarlegum jaðarsvæðum leggja verkin fram spurningar um aðstæður sem leiða til útskúfunar. Hugmyndin um „hið framandi“ er skoðuð með því að spegla samlíf handanheima og efnisheims, á milli mannfólks og dulvera. Verkið The […]