Post Tagged with: "Sýningarsalur Skaftfells"

Skissur og pastelmyndir

Listamaðurinn sýnir skissur, olíu- og pastelmyndir unnar á tímabilinu 1990-2003   Garðar Eymundsson fæddist 29. júní 1926 í Baldurshaga á Seyðisfirði. Hann hefur málað og búið til myndir frá því hann man eftir sér. Garðar lærði hjá Karli Kvaran og hefur verið virkur í lista- og menningarlífi Seyðisfjarðar um áratugaskeið. Garðar hefur sýnt víða, verið sýningastjóri, skipuleggjandi og þátttakandi í að gera listahátíðina Á seyði svo veglega sem raun ber vitni. Listagyðjunni sýndu hann og kona hans Karólína Þorsteinsdóttir mikinn og ómetanlegan sóma með því að gefa hús sitt Skaftfell til eflingar lista- og menningarlífs á Seyðisfirði.

Snjóform

Hreyfi- og hljóðmyndaverkið Snjóform er eitt sex verka úr myndröðinni Hreyfimyndir af landi og er unnið í samstarfi við Dag Kára Pétursson sem semur tónlistina. Flytjendur ásamt honum eru Orri Jónsson og Gyða Valtýsdóttir. Í apríl s.l. dvaldi Guðrún í gestaíbúðinni í Skaftfelli og tók þá videomyndir af hlíðum fjallanna á Seyðisfirði sem varpað er á vegg sýningarsalarins. Verkið er 2 mínútur að lengd og leika snjóformin í fjallshlíðum Seyðisfjarðar aðalhlutverkið og undir ómar tónlist Dags Kára. Í hinum enda salarins hanga tvö málverk af snjóformum í fjöllunum beint á móti hvort öðru. Í myndlist sinni reynir Guðrún (fædd 1950) […]

Read More