Sýningin í Skaftfelli er önnur af sjö sýningum sem opna í margpóla sýningarröðinni Edge Effects og er hluti af alþjóðlega samstarfsverkefninu Frontiers in Retreat. Þremur listamönnum, Kati Gausmann, Ráðhildi Ingadóttur og Richard Skelton var boðið gestavinnustofudvöl til að rannsaka sérstaklega snertifleti myndlistar og vistfræðilegra málefna. Listamennirnir fengu tvisvar tækifæri til að ferðast til Seyðisfjarðar og dvöldu samtals í þrjá mánuði hver. Mjög snemma í ferlinu vakti íslensk náttúrufegurð áhuga listamanna en þegar leið á dvölina var hver listamaður farin skoða marga mismunandi þræði fortíðar og framtíðar, hið mannlega og ómannlega, meðvitund og ómeðvitund, náttúru og tækni. Nokkur lykilhugtök voru orðin […]
Post Tagged with: "Sýningarsalur Skaftfells"
Koma
Sýning með verkefum eftir nemendur Listaháskóla Íslands sem tóku þátt í árlega námskeiðinu, Vinnustofan Seyðisfjörður. Sýningarstjórar: Björn Roth og Kristján Steingrímur. Við komum á Seyðisfjörð eina helgi en við erum ennþá komandi viku seinna. Lendingin er löng en ekki ströng. Við erum aðkomandi, framkomandi í snjókomandi bæ. Dvölin er ljúf en við erum ekkert nema tímabundnir komumenn og konumenn með hálsmen og zen: Komið, verið velkomin á Komuna okkar. Koma stendur til 2. apríl. Opið virka daga frá kl. 15:00-21:00 og um helgar frá 14:00-21:00.