Post Tagged with: "Tvísöngur"

Samsöngur fyrir börn í Tvísöng

Samsöngur fyrir börn í Tvísöng

Sunnudaginn 28. júní kl. 15:00 verður efnt til samsöngs fyrir börn í hljóðskúlptúrnum Tvísöng, eftir Lukas Kühne, sem er staðsettur í Þófunum rétt fyrir ofan Seyðisfjarðarkaupstað. Arna Magnúsdóttir ætlar að leiða sönginn og boðið verður upp á léttar veitingar. Einnig mun Skógræktarfélag Seyðisfjarðar gróðursetja þrjú birkitré í tilefni 100 ára kosningarrétti kvenna og til að minnast þess að 30 ár eru liðin síðan frú Vigdís Finnbogadóttir var kjörin Forseti Íslands. Þetta er í fjórða skipti sem viðburðinn er haldin en skúlptúrinn var opin almenningi í september 2012. Viðburðinn er hluti af 120 ára afmælishátíð Seyðisfjarðarkaupstaðar. Ljósmynd: Goddur

Samsöngur í Tvísöng

Samsöngur í Tvísöng

Sunnudaginn 6. júlí kl. 15:00 verður efnt til samsöngs í hljóðskúlptúrnum Tvísöng, eftir Lukas Kühne, sem er staðsettur í Þófunum rétt fyrir ofan Seyðisfjarðarkaupstað. Þetta er í þriðja skipti sem viðburðinn er haldin en skúlptúrinn var opin almenningi í september 2012. Viðburðinn er hluti af sumarsýningu Skaftfells RÓ RÓ. Lesa má nánar um Tvísöng hérna.