Helgi Snær er fæddur á Seyðisfirði 1991. Hann er sjálfmenntaður ljósmyndari sem fæst að jöfnu við tískuljósmyndun en vinnur einnig með sjálfsmyndir sem hann byggir á listrænni og persónlegri nálgun.
Post Tagged with: "Vesturveggur"
Marta María Jónsdóttir
Marta María lærði við málaradeild Listaháskóla Íslands og lauk MA Fine Art við Goldsmiths College í London árið 2000. Einnig hefur hún numið teiknimynda- og hreyfimyndagerð sem hún notar líka í sinni myndlist. Sem dæmi sýndi hún nýlega hreyfimynda-altaristöflu í samstarfi við Arnald Mána Finnsson, á sýningunni Orð Guðs á Listasafni Akureyrar. Hún myndskreytti og hannaði á síðast ári ljóðabók Sigurbjargar Þrastardóttur, To bleed straight. Marta sýndi nýlega málverk og teikningar í Gallerí Ágúst. Málverk hennar eru samsett, lagskipt og tákna hvert sinn heim. Verkin eru á mörkum þess að vera teikningar og málverk. Flest eru þau óhlutbundin og oft […]