Gunnhildur Una Jónsdóttir og Hilmar Bjarnason ríða á vaðið í sýningaröðinni Sjónheyrn, sem verður á Vesturveggnum í Bistrói Skaftfells í sumar. Gunnhildur sýnir videóverkið IMMERSION frá 2007 með lesnum, enskum texta, ásamt útprentuðum teikningum. Hilmar kynnir hljóðverk sitt, PÖDDUSÖNG frá 2008. Verkið, sem er 70 mín. að lengd er leikið í hádeginu á degi hverjum. Þar má heyra sambland af söng ýmissa skorkvikinda og lestahljóð – semsagt blöndu umhverfishljóða frá vissum stað í Pittsburgh í Pennsylvania í BNA. Sýningastjórar á Vesturveggnum sumarið 2008 eru Ingólfur Örn Arnarsson og Elísabet Indra Ragnarsdóttir.
Post Tagged with: "Vesturveggur"
SALON
17 nóv 2007 – 31 des 2007 VESTURVEGGUR / WEST WALL Sýning á myndverkum seyðfirskra listamanna, leikinna og lærðra stendur yfir á Vesturvegg Skaftfells frá 17. nóvember til áramóta. Þórunn Eymundardóttir Austurvegir 48 teikning á pappír blönduð tækni á spónaplötu Ólöf Helga Helgadóttir Berlín ljósmynd Pétur Kristjánsson Bjólfsgötu 8 blönduð tækni Örn Helgason Berlín olía á striga Steinunn Eldjárns Dalbakka 11 vatnslitur á pappír Hanna Þórey Níelsdóttir Múlavegi 13 akríl á striga Lilja Jóhannsdóttir Austurvegi 53 olía á masonit Jökull Snær Þórðarson Brottfluttur pastel litir á pappír Rúnar Loftur Sveinsson Múlavegi 11 olía á striga Gunnhildur Eldjárns Vatnslitur á pappír Garðar […]