01 sep 2007 – 15 sep 2007 Vesturveggurinn Myndlistarmennirnir Helgi Örn Pétursson og Þórunn Eymundardóttir ljúka sýningarröð sumarsins með sýningunni MECONIUM BROT. Á sýningunni mun Helgi Örn sýna nýjar teikningar og málverk en Þórunn sýnir myndbandsgerninginn LAUKUR. Helgi Örn og Þórunn eru einnig sýningarstjórar Vesturveggsins í ár. Þau luku bæði BA námi við myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2006 og búa og starfa á Seyðisfirði. Þórunn Eymundardóttir thorunne@gmail.com menntun 2004-06 Listaháskóli Íslands, myndlistardeild, BA próf 2004 Listaháskóli Íslands, gestanemandi, myndlistardeild 2003 Gerrit Rietveld Academie, Amsterdam, audio-visual deild 2001-02 Metáfora, school of contemporary art, Barcelona 2000 Verkmenntaskólinn á Akureyri, stúdentspróf 1996-97 Iðnskólinn […]
Post Tagged with: "Vesturveggur"
BROTIN MILLI HLEINA
09 ágú 2007 – 30 ágú 2007 Vesturveggur Hildur og BJ Nilsen hafa unnið töluvert saman síðustu ár og hafa þau leikið saman á tónleikum víðs vegar um Evrópu. Nú í sumar kom út geisladiskurinn “Second Chilhood”, sem þau unnu í samstarfi við hljómsveitina Stilluppsteypu. Samsýningin þeirra ber nafnið “Brotin milli hleina” og kemur hljóðefniviðurinn úr umhverfi Seyðisfjarðar. Hljóð frá steinum, greinum, fossum og krossum eru soðin saman og útvarpað í víðóma hljóðsúpu á Vesturvegg Skaftfells. Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir hefur verið áberandi innan íslenskrar tónlistarsenu síðanstliðin ár. Hún hefur starfað með fjölda annarra listamanna s.s. Múm, Throbbing Gristle, Skúla […]