Á Vesturveggnum mun fara í gang sýning á ljósmyndum eftir alþýðulistamanninn Ásgeir Emilsson. Sýningin Geiri, líf og list Ásgeirs Emilssonar hefur nú staðið yfir í aðalsal Skaftfells í rúman mánuð. Nú mun Vesturveggurinn verða tileinkaður ljósmyndaranum Geira, en Geiri tók gríðarlegt magn af ljósmyndum um æfina. Þær bera hans sérstaka sjónarhorni glöggt vitni og minna gjarnan á stolin augnablik fremur en uppstillingar. Sýningunni lýkur um leið og sýningunni í aðalsal, 30. júní.
Post Tagged with: "Vesturveggur"
Stuttmyndir og stop – motion
03.06.10 – 14.06.10 Vesturveggurinn Stuttmyndir: Flugan Raspútín & Dr. Hrollur Nemendur úr efstu bekkjum skólans sóttu námskeið í vetur hjá kvikmyndagerðamanninum Kára Gunnlaugssyni. Á námskeiðinu kynntu nemendurnir sér hina ýmsu þætti kvikmyndagerðar og unnu að lokum tvær stuttmyndir. Stop-motion: Nemendur 7., 9. og 10. bekkjar Seyðisfjarðarskóla kynntu sér stop-motion tækni í myndmennt í vetur undir handleiðslu myndlistarmannsins Hönnu Christelar Sigurkarlsdóttur. Þau unnu saman í hópum og afraksturinn eru 16 stutt myndbönd. Kvikmyndagerðamaðurinn Kári Gunnlaugsson er búsettur á Seyðisfirði og fæst þar við ýmis störf tengd hugðarefnum sínum. Myndlistarmaðurinn Hanna Christel Sigurkarlsdóttir er einnig búsett á Seyðisfirði, hún hefur starfað sem […]