Home » 2012

HݝSI 1

Laugardaginn 7. apríl kl. 15 opnaði einkasýning Þórunnar Eymundardóttir á Vesturvegg. Sýningin samanstendur af einföldum ljósmynda-klippimyndum, unnar á árunum 2011 – 2012.

 

Ferilsskrá:

Þórunn Eymundardóttir (f. 1979)
Austurvegur 48
710 Seyðisfjörður
s. 869 5107
thorunne (a) gmail.com

Menntun: BA próf frá Listaháskóla Íslands, myndlistardeild 2006, Gerrit Rietveld Academie, Amsterdam, audio-visual deild 2003, Metáfora, school of contemporary art, Barcelona 2001-02, Iðnskólinn í Reykjavík og Hafnarfirði, hönnunardeild 1996-97, Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað 1996.

Valdar sýningar:

2009 Þegar ég hef svæft sjálfan mig, unnið með Hönnu Christel, gallerí Klaustur, Fljótsdal
2007 INRI, gallerí Bláskjár, Egilsstöðum
2007 Hornberi, gallerí Box, Akureyri
2006 (shelter) a sacred space, ArdBia gallery, Galway, Írlandi
2005 Flugdrekaverkið, unnið með Hönnu Christel, Slunkaríki, Ísafirði
2004 Foodconcert/matarballet, unnið með Daníel K. Björnssyni og Garðari Rúnari Sigurgeirssyni, Neue Documenta, Berlín og Nýheimum, Höfn
2003 Dreki I, Vesturveggurinn, Menningarmiðstöðinni Skaftfelli, Seyðisfirði

Önnur verkefni tengd myndlist:

2012 Sýningarstjóri fyrir sumarsýningu í Verksmiðjunni – Hjalteyri
2005 – 2011 Forstöðumaður listamiðstöðvarinnar Skaftfells, sýningastjóri og verkefnisstjóri
2010 & 2011 Leiðbeinandi á námskeiði á Lunga listahátíð ungs fólks
2010 & 2011 Kennsla í myndmennt á unglingastigi

Þórunn er einn upphafsmanna Félagsskaps fjallkonunnar en Fjallkonan hefur staðið fyrir fjölda gerninga, sýninga og annarra uppákoma, á Seyðisfirði og víðar um land. Ásamt því að starfa við myndlist gengdi Þórunn stöðu forstöðumanns Skaftfells – miðstöðvar myndlistar á Austurlandi frá árinu 2005 til loka árs 2011.

Þórunn fæst gjarnan við að skapa rými fyrir augnablikið, einhverskonar aðstæðulist, oft með öðrum listamönnum þar sem verk þeirra allra falla saman í eitt ákveðið flæði eða heildar mynd. Ferli og rými eru ávalt mikilvægir þættir í vinnu hennar, jafnvel þó um sé að ræða verk eins og ljósmyndir eða hlutbundin verk .