Home » 2012

TWIN CITY: opin vinnustofa og listmannaspjall #10

Í Bókabúðinni – verkefnarými munu gestalistamenn Skaftfells í september, Asle Lauvland Pettersen og Ditte Knus Tønnesen, vinna að verkefninu Twin City.

Opin vinnustofa:

– miðvikudag til laugardag, 19. – 22. sept, kl. 13-16.

– miðvikudag, 26. sept, kl. 13 og frameftir.

– fimmtudag til laugardag, 27. – 29. sept, kl. 13-16.

Listamannaspjall #8:

Laugardaginn 29. sept kl. 16, Bókabúð-verkefnarými

Verkefnið Twin City hverfist um smábæina Seyðisfjörð og Melbu, í Noregi. Asle og Ditte munu tengja þessa bæi með innsetningu þvert yfir Atlantshafið. Listamennirnir telja að með þessu verkefni séu þau í fyrsta skipti að sameina á ný tvíbura sem hafa verið í sitthvoru lagi í 110 ár, í 1500 km fjarlægð. Með því að beita sýndar-sögu rannsóknaraðferðum munu þau sanna sögulegt samband á milli þessa tveggja bæja þrátt fyrir að þeir eigi ekki opinberlega sameiginlega sögu.

Bæirnir Melbu og Seyðisfjörður eru sláandi líkir hvað varðar stærð, útlit, uppruna, umhverfi, þróun, landafræði og félagslegar aðstæður. Þessir sameiginlegu þættir, og vafalaust margt fleira, eru haldbær sönnunargögn sem listamennirnir vilja skrásetja í sýndar-sögu samanburðarkönnun sem fer fram í Melbu og á Seyðisfirði. Asle og Ditte leita að líkum þáttum innan þessa tveggja samfélaga til þess að hjálpa samfélögunum til að skoða sameiginlega sögu og skapa sameiginlegan skilning á hvort öðru.

Asle Lauvland Pettersen (f. 1978, NO) starfar sem listamaður, leikstjóri og leikmyndahöfundur. Hann útskrifaðist frá  National Academy of Arts, Osló, og Royal Danish Theater Academy, Kaupmanahöfn.

Ditte Knus Tønnesen (f. 1982, DK) útskrifaðist með BA í ljósmyndun, fyrstu einkunn, Glasgow School of Art í Skotlandi. Hún hefur sýnt í Írlandi, Bretlandi, Mexíkó, Þýskalandi, Noregi og Danmörku.

Nánari upplýsingar um verkefnið veita:
aslelp(a)gmail.com
ditteknus(a)gmail.com