Verkin á sýningunni Skrítið Skraut eru úr persónulegu safni Zuhaitz Akizu. Zuhaitz safnar, umbreytir og setur saman hluti og efnivið sem hann heillast af. Stundum taka hlutirnir á sig mynd á nokkrum sekúndum, þó þeir hafi verið í gerjun í langan tíma. Aðrir hafa tekið mörg ár að ná þeim stað þar sem þeir geta ekki þróast frekar. Hugmyndirnar og hugtökin á bak við þessar fagurfræðilegu hrifningar halda hinsvegar áfram að þróast í hvert sinn sem Zuhaitz tekur sér eitthvað nýtt fyrir höndum.
Sýningin Skrítið Skraut á Vesturvegg Skaftfells leitast við að kveikja forvitni, hvetja til hugmynda og bjóða upp á aðra leið til að skoða eitthvað af hrifningu.
Zuhaitz Akizu kemur frá Baskalandi, þar sem hann ólst upp á lífrænum bóndabæ með súrdeigsbakaríi. Hann lærði sögu og fornleifafræði, og eftir að hafa unnið á nokkrum söfnum í Baskalandi kom hann til Íslands til að rannsaka sögu baskneskra hvalveiðimanna á Íslandi. Hann settist svo seinna að á Seyðisfirði og hefur síðan tekið þátt í LungA skólanum, unnið hjá Skálanesi Rannsóknar- og Menningarsetri og hjá Tækniminjasafni Austurlands. Ásamt maka sínum Jessicu Auer stofnaði hann Ströndin Studio, sem helgar sig rannsóknum og menntun á sviði ljósmyndunar. Zuhaits stundar nú nám í skartgripagerð í Montreal.