12 ágú 2006 – 27 ágú 2006
Vesturveggur
Arnfinnur Amazeen og Gunnar Már Pétursson opna sýninguna VÍKINGURINN SYNGUR SÖNGVA á Gallerí Vesturvegg í Skaftfelli, laugardaginn 12 ágúst kl 17
Víkingurinn er sterkur… Víkingurinn er náttúrubarn… Víkingurinn ekur stórum jeppum… Víkingurinn er sagnamaður… Víkingurinn drekkur brennivín… Víkingurinn fer í víking… Víkingurinn er sjóaður… Víkingurinn syngur söngva… Víkingurinn er blíður… Víkingurinn veit best hvernig ala skal upp börn… Víkingurinn hræðist ekki erfiðisvinnu… Víkingurinn spýtir í lófanna… Víkingurinn er vitur… Víkingurinn etur sviðakjamma… Víkingurinn er harður í horn að taka… Víkingurinn býr á álfaslóðum… Víkingurinn trúir á drauga… Víkingurinn heldur í hefðir… Víkingurinn skemmtir sér konunglega…Víkingurinn hefur sinn djöful að draga… Víkingurinn vinnur landvinning… Víkingurinn er kynferðisleg alæta… Víkingurinn kann að slást… Víkingurinn er sanngjarn… Víkingurinn er nautnaseggur… Víkingurinn veit að vinnan er lífið… Víkingurinn stendur við stóru orðin… Víkingurinn er vanur veðravítum… Víkingurinn veit að á misjöfnu þrífast börnin best… Víkingurinn veit að hann er einstakur… Víkingurinn er sexy.
Þeir Félagar Arnfinnur og Gunnar hafa nýlokið mastersnámi við The Glasgow School of Art en þetta er fyrsta sýning þeirra eftir að þeir útskrifast og jafnframt í fyrsta sinn sem þeir sýna saman.