Á miðvikudaginn 28. nóv Dana Neilson (CA) og Tuomo Savolainen (FI) munu sýna afraksturinn af dvöl sinni í gestavinnustofu Skaftfells.
Verið velkomin í Herðubreið café milli kl. 16:00 og 18:00 til að hitta listamennina og skoða verkin sem þau eru að vinna að.
Dana Neilson hefur í verkum sínum tvinnað saman listum og vísindum í tengslum við efnivið, ferli og hluti sem hún safnar smám saman. Hún sækir sér innblástur úr náttúrunni, í uppruna hráefnis sem finna má í glerjungi og aðdráttarafli sínu gagnvart steinasöfnum. Hún mun setja fram athuganir sínar á fundnu efni (steinum) í formi keramiks sem eru bæði prufur og litlir skúlptúrar.
Verk Tuomo hverfist um fjöll, himinn, tré, veður, tíma, liti, endurtekningu, hringrás, breytileika, mismun, venju, breytingar, birtu, myrkur, rigningu, snjó, vind, sól, þoku og heiðríkju. Það tengist einnig óslitinni endurtekningu (þar til það tekur enda). Síðastliðna tvo mánuði hefur hann kvikmyndað Strandatind á hverjum degi frá sama stað.
Báðir listamennirnir eru búsettir í Helsinki og hafa dvalið í gestavinnustofu Skaftfells í október og nóvember 2018.