Á sýningunni koma saman tvær innsetningar sem eiga það sameiginlegt að teygja sig út yfir staðbundin vettvang með því að tengja ólíka heima, verur og tilverusvið. Verkin One Hundred Ten Thousand (2011-2012) og The birds should quiet down now, they always have (2014) ná út yfir hugmyndir um staðsetningar og staðreyndir sem þau byggja á. Frekar en að einblína á og þjappa saman mismunandi birtingarmyndum hnattvæðingar og félagslegum, pólitískum og menningarlegum jaðarsvæðum leggja verkin fram spurningar um aðstæður sem leiða til útskúfunar. Hugmyndin um „hið framandi“ er skoðuð með því að spegla samlíf handanheima og efnisheims, á milli mannfólks og dulvera.
Verkið The birds should quiet down now, they always have er meðal annars unnið á Seyðisfirði þegar Kristiina dvaldi sem gestalistamaður Skaftfells í júní og júlí á þessu ári, með styrk frá Norrænu menningargáttinni, og verður sýnt í fyrsta skipti fyrir almenningi á sýningunni.
„Tvö fljót” stendur til 6. apríl 2015. Skaftfell er opið daglega og aðgangur er ókeypis.
Æviágrip
Kristiina Koskentola er fædd Finnlandi en skiptir tíma sínum á milli Amsterdam, London og Beijing. Verk Kristiinu byggjast á listrænum rannsóknum á mismunandi samspili menningarlegra, félagslegra, pólitískra, landfræðilegra og líkamlegra þátta. Hún vinnur með fjölbreyttan efnivið og notast við ýmsa miðla við úrvinnslu verka sinna, s.s. myndband, ljósmyndun og innsetningar. Um þessar mundir er hún í doktorsnámi í University of the Arts/Chelsea College í London, Bretlandi.
Sýningin er styrkt af: