Home » Listfræðsluverkefni fyrir grunnskóla

Listfræðsluverkefni fyrir grunnskóla

Skaftfell hóf árið 2007 markvisst listfræðslustarf sniðið að þörfum grunnskólanna á Austurlandi. Síðan þá hefur Skaftfell boðið upp á fjölda verkefna sem fjalla um myndlist og sköpun með einum eða öðrum hætti og eru til þess fallin að auðga listgreinakennslu í fjórðungnum.

 


2023-2024

Laust Mál
Listfræðsluverkefni Skaftfells 2023

Listfræðsluverkefni Skaftfells árið 2023 verður unnið samhliða haustsýningu Skaftfells 2023 Laust mál. Sýningin mun innihalda verk eftir skáld og myndlistarmenn sem á róttækan og skapandi hátt brjótast út úr hefðbundnu formi bókbundins ljóðs. Verkefnið er hluti af List fyrir alla og BRAS – menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi og er styrkt af Uppbyggingarsjóði Austurlands.

Verkefnið býður nemendum á elsta stigi á Austurlandi að skoða sýninguna og leika sér með texta, ljóðagerð og prent á óhefðbundin og skemmtilegan hátt í tvem smiðjum:

Verkefnið fer fram 11.-21. september.

Karawane Killi Mara Kussu Mu er smiðja sem fagnar útþenslu tungumálsins með vitleysunni að vopni. Til að finna upp ný orð þarf að opna hugvitin og anda að sér fersku hráefni stafa. Merking og tákn orða og stafa eru skorin niður og sett saman á annan hátt til að þróa aðra og spennandi tengingu við tungumál meðal annars með hjálp vitleysuljóðlist (nonsense poetry). Þátttakendum gefst tækifæri til að ná að kafa dýpra í skrif og lestur í leik og tilraunum og hvött til að finna upp ný orð og blanda saman orðum á ýmsum tungumálum. Verkefnið er gert til að efla sköpun í tengslum við hljóð, stafi og lestur. Titill verkefnisins er fenginn frá Hugo Ball úr Dada stefnunni og kvæðum Sæunnar Jónsdóttur. Smiðjan er hönnuð af Listakonunni og skáldinu Ástu Fanney Sigurðardóttur og er kennd af listakonunni Önnu Margréti Ólafsdóttur. 

Bráðnandi myndir notar naíva prenttækni til að gera abstract myndir. Vaxlitir verða bræddir á álplötur og síðan fluttir yfir á pappír. Með þessu gefum við eftir og bjóðum mistök og slys velkomin og íhugum samsetningu þrátt fyrir að líkurnar séu á móti okkur. Smiðjan er hönnuð og kennd af listamanninum Joe Keys.

Listamenn sem koma að verkefninu:

Ásta Fanney Sigurðardóttir (f. 1987) er listakona og skáld. Hún hefur verið kölluð spaðaásinn í geri íslenskra ljóðskálda og hefur flutt ljóð sín hérlendis og erlendis á viðburðum og hátíðum sem telja vel á tíunda tug. Ásta hefur gefið úr ljóðakverið Herra Hjúkket (Meðgönguljóð 2012) og bókverkið Kaos Lexicon (2017). Hennar fyrsta ljóðabók í fullri lengd Eilífðarnón kom út árið 2019. Ásta Fanney vinnur meðal annars með tóna, hljóð og orð í verkum sínum, ásamt gjörningum. Verk hennar hverfast oft um hið óvænta og fáránlega þar sem mörk ólíkra miðla mást út. Árið 2018 sýndi hún gjörningaverkið Lunar-10.13 & Gáta Nórensu á Listahátíð í Reykjavík, þar sem ljóð, tónlist, innsetningar og gjörningar runnu saman í eitt. Meðal verka hennar er þorskaópera, raulkórverk, hljóðaljóðakórverk og sérhljóðatónverk. Nýjasta bók hennar nefnist Gluggi – draumskrá sem er skrásetning á draumum. Ásta hefur flutt tónverk sín, ljóð og gjörninga á ýmsum hátíðum og sýningum bæði hérlendis og erlendis. Hún var handhafi Ljóðstafs Jóns úr Vör árið 2017 og var tilnefnd til Bernard Heidsieck-verðlaunanna í Pompidou árið 2021. 

Joe Keys útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2021. Hann er fæddur í Newcastle í Bretlandi og hefur búið á Íslandi síðan 2018. Hann vinnur aðallega með fundið efni í gegnum skúlptúra og prentsmíði. Verkin sem hann gerir endurspegla skipulagskerfi í daglegu lífi, með þurrum húmor og tillitssemi við hluti sem eru vanmetnir og gleymast. Í seinni tíð hefur hann einbeitt sér að ljóðrænum textaverkum, teikningum og klippimyndum. Hann starfar nú sem leiðbeinandi á prentsmiðju Listaháskóla Íslands. Auk þessa rekur hann vinnustofu/sýningarrými, Associate Gallery með Ástríði Jónsdóttur og Hildi Elísu Jónsdóttur. 

Anna Margrét (f. 1992) lauk bakkalárgráðu frá Myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2019 og meistaragráðu frá Sviðslistadeild LHÍ haustið 2022. Anna Margrét stundaði starfsnám í Helsinki hjá finnsku listakonunni Pilvi Takala og vann að undirbúningi fyrir verk hennar á Feneyjartværingnum 2022. Eftir að hafa stundað nám við LungA Skólann haustið 2014 flutti Anna Margrét aftur á Seyðisfjörð í einn vetur þar sem hún vann með börnum og lagði stund á eigin listsköpun. Nú býr hún í Reykjavík og stundar nám við Listkennsludeild Listaháskóla Íslands.

2022-2023

Listfræðsluverkefnið Ég, um mig, frá mér, til þín – Hvað er sjálfsmynd? bauð nemendum að skoða sig sem hluta af hóp, hvaða mynd þau hafa af sjálfum sér og hvernig aðrir sjá þau. Þátttakendur fengu tækifæri til að tjá sína sjálfsmynd með skapandi leiðum sem fela ekki bara í sér að teikna sig heldur skoða aðrar birtingamyndir sjálfsins og leiðir til þess að varpa sinni mynd út á við.

Einnig var sjálfsmynd nemendanna innan hóps skoðuð sem endaði svo á sameiginlegri sjálfsmynd hópsins sem heild, sem gerir nemendum kleift að upplifa sig sem hluta af heild. Við framkvæmd verkefnisins var notast við skapandi æfingar en í gegnum þær geta nemendurnir kynnst sjálfum sér og öðrum betur með leik- og sköðunargleðina í fyrirrúmi, styrkt sjálfsmyndina á jákvæðan og skapandi hátt og æft sig í að hugsa út fyrir rammann ásamt því að dýpka skilning sinn á sjálfsmynd einstaklinga og mikilvægi heildarinnar í gegnum samsköpun.

Verkefnið var þróað af Önnu Margréti Ólafsdóttur og Hildi Elísu Jónsdóttur og var að þessu sinni útfært með þeim hætti að leiðbeiningar voru sendar á alla skóla og þeim frjálst að framkvæma verkefnið á sínum tíma. Verkefnið var hluti af BRAS.


2021-2022

Í listfræðsluverkefnininu Skeyti til náttúrunnar kynntust nemendur bæði notkun og sögu Morse-kóða fjarskiptakerfisins.  Þau notuðu kerfið til að koma áleiðis skilaboðum sínum til náttúrunnar að hætti tíbesku bænafánahefðarinnar. Þessir þættir fléttaðir inn í umhverfis- og náttúruvernd og nemendur vaktir til umhugsunar um samband sitt við náttúruna og nærumhverfi. Verkefnið var hluti af BRAS og List fyrir alla. Nánar um verkefnið.

 


2020-2021

Listfræðsluverkefnið Húsapúsl byggir á haustsýningu Skaftfells Prefab/Einingarhús þar sem velt er upp snertiflötum nýsköpunar og hefða, fagurfræði og nytsemi. Á sýningunni í Skaftfelli verða dæmi um einingahús og listræna tjáningu frá þremur tímabilum sögunnar sem velta upp spurningum um það hvernig við búum og hvernig við viljum búa. Verkefnið var hluti af BRAS og List fyrir alla. Nánar um verkefnið. Nánar um sýninguna.


2019-2020

Listfræðsluverkefni Skaftfells veturinn 2019 tengdist íslenskri alþýðulist. Með því var m.a. velt fyrir sér spurningum á borð við hvað er alþýðulist, hvaðan sprettur hún, hvaða gildi hefur hún fyrir listheiminn og samfélagið? Kynnt var fyrir nemendum hugtakið alþýðulist með áherslu á tiltekna listamenn og verkefni unnin í kjölfarið út frá þeirra nálgunum og vinnuaðferðum. Lögð var áhersla á endurunnið efni. Verkefnið var hluti af BRAS og List fyrir alla. Nánar um verkefnið.


2018-2019

/www/wp content/uploads/2016/01/20181009 083052

Tíunda listfræðsluverkefni Skaftfells nefndist Nína og Gunnlaugur – Alls konar landslag og var hluti af BRAS – Menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi og List fyrir alla. Útgangspunktur verkefnisins var sýning á verkum Nínu Tryggvadóttur (1913-1968) og Gunnlaugs Schevings (1904-1972) í sýningarsal Skaftfells sem bar heitið Alls konar landslag. Nemendum í 5.-7. bekk víðsvegar af Austurlandi var boðið í leiðsögn um sýninguna og listasmiðju auk heimaverkefnis sem nemendum var uppálagt að vinna með myndmennkennaranum sínum. Leiðbeinandi var Oddný Björk Daníelsdóttir, listfræðingur. Nánar um verkefnið. 

 2017-2018

Útgangspunktur listfræðsluverkefnisins Landslag og hljóðmyndir er útilstaverkið og hljóðskúlptúrinn Tvísöngur á Seyðisfirði eftir þýska listamanninn Lukas Kühne. Markmið smiðjunnar var að veita nemendum innsýn inn í hljóð og hljóðmyndir með fyrirlestri, samtali, leik og bókverkagerð. Nemendur voru beðnir um að ímynda sér hljóð sem mynd og velta fyrir sér samband hljóðmynda við náttúruna og nærumhverfi okkar. Einnig fengu nemendur leiðsögn um sýninguna Jaðaráhrif í sýningarsal Skaftfells en sú sýning samanstóð af verkum þriggja listamanna, Kati Gausmann (DE), Ráðhildar Ingadóttur og Richard Skelton (UK). Nánar um verkefnið.


2016-2017

Farandlistsmiðjan, Munnleg geymd og kortlagning minninga,  fór fram í október 2016 undir leiðsögn Ragnheiðar Maísól Sturludóttur. Í verkefninu var hugtakið munnleg geymd krufið af nemendum og í kjölfarið skoðað hvað gerist þegar munnleg geymd er skrásett, annars vegar sem hljóðupptaka og hins vegar á sjónrænan máta. Nánar um verkefnið.

 


2015-2016

Skynjunarstofa_2015Skynjunarstofa um liti og form er farandlistsmiðja hönnuð og stýrð af myndlistarkonunni Karlottu Blöndal. Verkefnið gaf nemendum innsýn í myndlist Eyglóar Guðmundsdóttur og Eyborgar Harðardóttur og veitt þeim kynningu á aðferðum við að rannsaka eiginleika lita og forma. Nánar um verkefnið.

 


 2014-2015

stafrænt_handverk_litirStafrænt handverk er verkefni hannað fyrir 5. -7. bekk og leggur áherslu á sköpun, endurvakningu gamals handverks og sjálfbærni.  Nemendur læra að búa til eigin litarefni og málningu úr hráefnum sem hægt er að finna í nærumhverfi. Nánar um verkefnið.


 2013-2014

HallormsstaðarskóliFræðsluverkefni Skaftfells veturinn 2013-2014 fyrir grunnskólanema Austurlands fjallar um mynd- og tungumál Dieters Roth. Skaftfell bauð nemendum í 5.-7. bekk í leiðsögn um sýninguna „Hnallþóra í sólinni“ sem hafði að geyma grafík- og bókverk eftir svissneska listamanninn Dieter Roth. Í kjölfarið tóku nemendur þátt í listsmiðju auk þess sem Tækniminjasafn Austurlands bauð þeim að skoða prentvélar í umsjón safnsins. Nánar um verkefnið.


2010-2011

LHI_11_bodskortFrontÁ skólaárinu 2010 – 2011 var boðið upp á sýningarleiðsögn og verkefni um sýninguna Annan hvern dag, á öðrum stað. Sýning er lokaafrakstur af árlegu námskeiði sem hefur verið haldið í Skaftfelli frá 2001, á vegum Listaháskóla Íslands, Dieter Roth Akademíunnar og Tækniminjasafnsins. Nánar um sýninguna.


2009-2010

Skaftfell_snc14051Farandnámskeiðið Hugmyndavinna og endurvinnsla í myndlist og sköpun var sett á laggirnar á skólaárinu 2009 – 2010. Markmið námskeiðsins var að læra einfaldar aðferðir til að nálgast hugmyndir og nýta þær við umbreytingu hversdagslegs efniviðs í eitthvað allt annað. Tveir leiðbeinendur fóru 13 skóla og alls tóku 130 nemendur þátt í námskeiðinu í 7.-10. bekk. Hér er hægt að skoða ljósmyndir eru frá Eskifirði.


2008-2009

fraedakistlill_lokadur 001Á skólaárinu 2008 – 2009 var Fræðakistillinn unninn í samstarfi við Tækniminjasafn Austurlands. Verkefnið gekk út að skoða sambandið milli lista og vísinda á örvandi hátt. Kistillinn fór í alla grunnskólanna á Austurlandi og fékk mjög góðar viðtökur. Nánar um Fræðakistilinn.

 


2007-2008

Isl.Myndl._07Fyrsta fræðsluverkefnið Skaftfells, árið 2007, var unnið í samstarfi við Listasafn Íslands. Sett var upp sýningin Íslensk myndlist: hundrað ár í hnotskurn í aðalsýningarsal Skaftfells og um 300 nemendum úr fjórðungum boðið á stutt námskeið í tengslum við sýninguna. Markmiðið var að auka þekkingu nemendanna á þróun myndlistar og bæta myndlæsi þeirra, einkum og sér í lagi á samtímalist. Nánar um sýninguna.