Post Tagged with: "Vinnustofan Seyðisfjörður"

ANNAN HVERN DAG, Á ÖÐRUM STAÐ

ANNAN HVERN DAG, Á ÖÐRUM STAÐ

Sýningin Annan hvern dag, á öðrum stað opnar í Skaftfelli á Seyðisfirði laugardaginn 26. febrúar kl. 16:00 Ár hvert flytja nokkrir myndlistarnemar við Listaháskóla Íslands listiðju sína um set og koma sér fyrir á Seyðisfirði. Þessa dagana stendur yfir tveggja vikna námskeið í samstarfi við Skaftfell, Dieter Roth Akademíuna og Tækniminjasafn Austurlands. Bærinn Seyðisfjörður hefur þá sérstöðu að vera sögulegur tengipunktur, úr alfaraleið en býr jafnframt yfir ríkulegri menningarsögu og er það fastheldið álit að bærinn sé fyrsta aðsetur menningar á Íslandi. Bærinn er því áhrifarík uppspretta hugmynda sem byggja á sögu, sjálfræði og staðsetningu en mörg verk sýningarinnar byggja einmitt á þessum […]

Read More

HAND TRAFFIC IN THE BOX

HAND TRAFFIC IN THE BOX

Sýningin Hand Traffic In The Box mun opna í Skaftfelli – miðstöð myndlistar á Austurlandi laugardaginn 6. mars kl. 18:00. Einu sinni á ári fá útvaldir listaskólanemar tækifæri til að baða sig í gestrisni Seyðisfjarðar og drekka af köldum spena hans. Í ár voru það átta ólíkir listamenn, innlendir og erlendir, sem börðust við að finna lausnir á vandamálum sem eru ekki til. Lausnirnar verða framreiddar fyrir svanga listunnendur, kaldar og beiskar, í listamiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði, þann 6. mars. Þegar öll kurl eru komin til grafar er Hand Traffic In The Box sýning sem ekki verður lýst með orðum […]

Read More