Post Tagged with: "Vinnustofan Seyðisfjörður"

KIPPUHRINGUR

KIPPUHRINGUR

Kippuhringur er sýning sex nemenda Listaháskóla Íslands, auk tveggja gestanemenda frá Listaháskólanum Valand í Gautaborg. Nemendurnir hafa síðastliðnar tvær vikur dvalið á Seyðisfirði og unnið þar að sýningunni í samstarfi við fyrirtæki og einstaklinga í bænum. Dvölin á Seyðisfirði mun óneitanlega hafa einhver áhrif á verk nemenda þar sem að ferðin hefur verið áhrifamikil. Nemendur hafa skoðað verkstæði bæjarins, Tækniminjasafnið og farið á sjóinn og veitt sér í soðið. Ýmsir listamenn bæjarins hafa veitt nemendum aðstoð og ráðleggingar. Sýningarstjóri er Björn Roth og opnar sýningin í Skaftfelli – miðstöð myndlistar á Austurlandi á Seyðisfirði, þann 28. febrúar næstkomandi kl. 16:00. […]

Read More

HARDWARE / SOFTWARE

HARDWARE / SOFTWARE

Sýningin er á vegum nemenda Listaháskóla Íslands í samstarfi við Dieter Roth akademíuna, Skaftfell og Tækniminjasafnið á Seyðisfirði og hefur verið árlegur viðburður frá árinu 2000. Sýningin í ár ber heitið Hardware/Software og eru þátttakendur 8 talsins, þar af eru 2 erlendir listnemar. Verkin á sýningunni eru öll unnin á staðnum, oft í nánu samstarfi við bæjarbúa og hin ýmsu fyrirtæki svæðisins, sem skapar mikla fjölbreytni, en verkin spanna allt frá stafrænni ljósmyndun yfir í stífluframkvæmdir. Björn Roth fer með sýningarstjórn en skipulagsmál og kynningarstarfsemi er í höndum  nemenda. Sýnendur eru: Ástríður Magnúsdóttir, Dmitri Gerasimov, Eva Dagbjört Óladóttir, Logi Bjarnason, […]

Read More