Post Tagged with: "Vinnustofan Seyðisfjörður"

EL GRILLO

EL GRILLO

Vorboðinn ljúfi birtist á Seyðisfirði út úr sjómuggunni fimmtudaginn 1. mars. Dieter Roth Akademían með nemendum frá Listaháskóla Íslands og erlendum gestanemum hreiðrar um sig í Skaftfelli, Menningarmiðstöð á Seyðisfirði. Þetta er sjötta árið í röð sem Dieter Roth Akademían, undir stjórn Björns Roth myndlistamanns heldur nokkura vikna vinnubúðir í Skaftfelli fyrir hóp myndlistarnema. Hópurinn vinnur náið saman í rúmar tvær vikur að undirbúningi sýningar sem er snemmborinn vorboði inn í menningarlíf Seyðfirðinga. Stór hluti bæjarbúa er viðriðin undirbúning sýningarinnar þar sem nemendurnir vinna að verkum sínum inn á verkstæðum bæjarins, undir handleiðslu þess hagleiks fólks er þar starfar. Listnemarnir […]

Read More

SLEIKJÓTINDAR

SLEIKJÓTINDAR

Vinnustofa á vegum Listaháskóla Íslands og Dieter Roth Akademíunnar stendur nú yfir í Menningarmiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði. Þátttakendur vinnustofunnar eru sex útskriftarnemendur frá myndlistardeild LHÍ og fjórir erlendir listnemar frá Austurríki, Eistlandi, Danmörku og Skotlandi. Öll eru þau nýir meðlimir Dieter Roth Akademíunnar og er leiðbeinandi námskeiðsins prófessorinn og myndlistamaðurinn Björn Roth. Hópurinn mun setja upp sýninguna Sleikjótindar (Lollitops) í Skaftfelli og verður sýningin formlega opnuð þann 18. mars kl: 16.00 og mun hún standa til 29 apríl. Þetta er í sjötta skipti sem vinnustofa af þessari gerð fer fram á Seyðisfirði og hafa listamenninir notið stuðnings íbúa og fyrirtækja […]

Read More